
Guðni Sigurðsson - AÍFS
Guðni sem hefur verið oft kenndur við Skyndi.is er einn af lykillstarfsmönnum á keppnisstað. Hann hefur starfað sem viðbragðsaðili á öllum rallycross keppnum undanfarin ár. Ásamt að vera í eftirfarabílnum á rallykeppnum hjá BÍKR og AÍFS. Í ár hefur Guðni þurft að nýta sína þekkingu og menntun þar sem hann stýrði vettvangi á tveimur slysum sem voru í sumar. Hann hefur verið duglegur að aðstoða keppnishaldara við undirbúning á keppnum ásamt því að koma þekkingu á öryggisbúnaði til keppnishaldara. Guðni hefur verið ráðgjafi hjá Akstursíþróttasambandinu þar sem er unnið í samstarfi við Guðna að bættu öryggi og mun hann leiða verkefni hjá AKÍS á næsta ári sem snýr að meira öryggi og skyndihjálp hjá aðildarfélögum.
