Sindra Torfæran er á morgun
2.5.2025
Sindratorfæran fer fram næsta laugardag 3 maí frá kl 10 til 16.
29 keppendur eru skráðir til leiks í 2 flokkum. Nokkrir sem eru að keppa í sinni fyrstu keppni aðrir sem hafa verið með í ára raðir og enn aðrir sem eru að koma til baka eftir mislöng hlé. Á meða keppenda er íslandmeistarinn Ingvar Jóhannesson auk 5 annara íslandsmeistara. Að öðrum ólöstuðum má nefna Gísla Gunnar Jónsson, Snorra Þór Árnason og Þór Þormar Pálsson.
Aðeins 6 sinnum í sögu Hellutorfærunnar hafa keppendur verið 29 og yfir og má segja að það séu rúmlega helmingur þeirra sigurstranglegir og allflestir staðið á verðlaunapalli. Spennan er mikil eins og sést hefur undanfarna daga hjá keppendum
Það eru Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd Heklu sem standa að keppninni sem hefur verið haldin nær óslitið síðan 1973. Keppnissvæðið er í Tröllkonugili rétt austan Hellu en þar eru kjör aðstaða fyrir áhorfendur að tilla sér í brekkurnar og fylgjast með þessum 1000 hestafla græjum reyna fyrir sér í sandbrekkum, börðum, fleytingum á ánni og í mýrinni.
Torfæra er skemmtun fyrir alla fjölskylduna síðustu ár hafa um 5000 þúsund manns verið á svæðinu og allir haft gaman að því að skoða græjurnar og sjá þær svo takast á við brautirnar. Bein útsending verður frá keppninni á Youtube og Rúv 2 fyrir þá sem ekki komast á staðinn. Auðvelt að finna á youtube með því að leita eftir Sindratorfæran live
Eins er áhugaverður hópur sem heitir torfæruáhugamenn þar er hægt að fylgjast með keppendum í undirbúningnum