REGLUBÓKIN - Þýðing á FIA International Sporting Code

3.1.2020

Á ársþingi AKÍS 9. apríl 2019 var sagt frá að vinna væri hafin við þýðingu hluta af regluverki FIA yfir á íslensku.  Á Formannafundi AKÍS 9. nóvember 2019 voru drög að þýðingu á regluverkinu kynnt.

Þá var greint frá því að FIA International Sporting Code (ISC) hefði hlotið heitið Alþjóðleg reglubók FIA í íslenski þýðingu, eða bara ”REGLUBÓKIN”.  Þýðingin er að megninu til unnin af stjórn AKÍS, auk þess sem fjölmargir hafa aðstoðað við þýðingar og yfirlestur til að gera REGLUBÓKINA eins skiljanlega eins og hægt er.

Ekki er verið að gera neinar efnislegar breytingar þar sem FIA ISC hefur verið í gildi fram að þessu, en þetta ætti að einfalda keppendum reglulestur, þar sem þeim nægir nú að lesa sérreglur keppninnar (sem nú verða alltaf gefnar út fyrir hverja keppni), keppnisreglur greinarinnar ásamt REGLUBÓKINNI á íslensku.  Til að forðast misskilning hafa endurtekningar á sambærilegum reglum á mismunandi stöðum verið felldar út.

Sem dæmi má nefna að reglur um kærur voru í torfæru, sem voru aðrar en í keppnisreglum AKÍS sem voru enn á ný aðrar en í FIA International Sporting Code.  Nú er aðeins að finna kafla um kærur í REGLUBÓKINNI.

Allar þýðingarnar eru gefnar út þannig að íslenski og enski textinn eru hlið við hlið, sem ætti að auðvelda aðilum að skoða hvort íslenska þýðing nær því sem enski frumtextinn hefur að geyma.

Keppnisreglur einstakra greina hafa að mestu verið einfaldaðar með tilliti til þessa, en sem stendur er búið að uppfæra reglur í GoKart, rallycross og hringakstri í þetta nýja form.  Reglur annarra greina verða gefnar út fljótlega og þá með sambærilegum breytingum.

Keppnishaldarar þurfa að breyta aðeins verklagi, en mótakerfið á að hjálpa þeim við það.

 

Reglur um smíði almennra öryggisbúra

FIA gefur út sérstakan viðauka (viðauki J, grein 253.8) við Reglubókina þar sem greinir frá hvernig byggja skuli upp öryggisbúr sem eru sett inn í keppnistæki.  Þetta er fyrir þau búr sem ekki eru keypt tilbúin frá viðkenndum aðilum, eða fylgja keppnistækinu sem hluti af gerðarvottun þess.

Litlar breytingar hafa orðið á kröfum frá því 2007, utan að komin er krafa um áfellur á ákveðin samskeyti.  Þannig hefur verið skylda að hafa kross í aðalboga frá 2002, hafa stífu við gluggapóst undir ákveðnum kringumstæðum frá 2006 og kross í þak frá 2007. 

Vinna við þýðingu þessa viðauka við REGLUBÓKINA var að mestu unnin af stjórn AKÍS, en fleiri komu að þeirri þýðingu, bæði frum þýðingu og einnig yfirlestri.

Gerðarvottun öryggisbúra

Úttektir á búrum eru fyrirhugaðar sem hér segir:

  • 30. jan 2020 í Reykjavík og námskeið fyrir úttektaraðila
  • 22. feb 2020 í Reykjavík
  • 28. mar 2020 á Akureyri
  • 18. apr 2020 í Reykjavík
  • 9. maí 2020 í Reykjavík

Hægt er að komast að samkomulagi um úttektir utan þessa, svo fremi sem um nokkra keppnisbíla er að ræða.

 

Almennir kynningarfundir

Haldnir verða kynningarfundir um öryggisbúrareglur fyrir keppendur í Reykjavík og á Akureyri.  Fyrsti fundurinn verður í Reykjavík 7. janúar 2020 kl. 20:00 í fundarsal ÍSÍ í Reykjavík og sá á Akureyri þann 11. janúar 2020 kl. 16:00 í félagsheimili BA á Akureyri.

Komi í ljós að það þurfi fleiri kynningarfundi, munu þeir verða tilkynntir síðar.