Rallycross: 3ja umferð í íslandsmeistarmótinu

22.7.2015

Haldin var Rallycrosskeppni 19. júli 2015 af Rallycross deild AÍH (RCA)

unglingarnar kunna skemmta áhorfendum arnar máni rúnarsson á hvolfi hilmar,ívar og páll jokerin í bakrun Einar á kubbnum

Þessi keppni var þriðja umferð Íslandsmóts í Rallycrossi og var keppt í fimm flokkum, Unglingaflokki, 2000 flokki, 4WD Krónu flokki, opnum flokk og tveir skráðir í standard flokk.

Skráðir voru 20 keppendur, í unglinga flokki voru fjórir skráðir, í 2000 flokk voru fimm skráðir, í 4WD, krónu voru sex bílar skráðir og 3 í opnaflokknum.

Í Unglingaflokki var jöfn barátta en unglingarnir eru að koma vel til í akstri og var mikið um hasar í þessum flokk eins og oft áður.

Unglingarnir kunna að skemmta áhorfendum og gera það annaðhvort með mjög flottum akstri sem kemur mörgum á óvart, eða keyra með allt í botni sem oft endar með miklum látum - en í rallycrossi eru réttu aðstæðurnar til að keyra með allt í botni.

Í 4WD Krónu var mikil barátta og eru efstu menn nokkuð jafnir í stigum til íslandsmeistara þannig að barráttan heldur áfram í næstu keppnum.

4wd flokkurinn var sennilega einn sá mest spennandi í þessari keppni en þar kepptu Hilmar B Þráinsson og Ívar Örn Smárason grimmt í fyrstu riðlunum keppninnar - aldrei var þó Páll Jónsson langt fyrir aftan.

Óvænt en sanngjörn úrslit í þessum flokk í úrslitariðlinum.

Þegar Ívar og Hilmar voru að berjast hvað harðast í úrslitariðlinum um sigurinn þá hafði Páll farið í svo kallaðan „joker“ hring (sem er lengri hringur enn hinn hefðbundni - hver keppandi þarf að keyra þennan hring einu sinni í hverjum riðli og eru úrslitin engin undantekkning).

Þegar kom svo að því að Hilmar og Ívar skeltu sér í „jokerin“ hafði Páll náð þeim og skaust þar af leiðindi frammúr þeim báðum og stal sigrinum. Mjög flottur taktístur sigur hjá Páli.

Í 2000 flokk var mikið um sviftingar á toppnum Vikar Sigurjónsson leiddi fyrsta riðil þrátt fyrir að vera kanski ekki á jafn vel útbúnum bíl en með grimmum akstri tókst honum að halda eftsta sæti allt þar til að hann velti og féll úr keppni. Þegar allt er tekið út úr bílnum er oft stutt á mill feigs og ófeigs. Skúli Pétursson tók þá við fyrsta sætinu þangað til að spindilkúla gaf sig í bílnum hjá honum. Þá er eins gott að hafa hraðar hendur og tókst honum að skipta henni út í tæka tíð og hampaði 1 sætinu eftir allt.

Í opnaflokknum voru 3 sérsmíðaðar grindur mættar til keppni og mikið um hestöfl og læti í þessum flokk einsog yfirleitt verður þegar eitthver skráning næst.

Viðar Finnson datt þó úr keppni og sátu þá Gunnar Bjarnasson og Tómas Einarsson einir eftir Gunnar hafði betur í því einvígi þrátt fyrir að hafa lent í bílun þegar hluti fjöðrunarbúnaðar gaf sig þá tókst honum að hampa sigri eftir allt.

Í standard flokki var jöfn bárátta flesta riðla þó ekki hafi verið fleiri en tveir keppendur enda flokkurin nýr af nálinni og enn er verið að fá hann almennilega í gang.

Keppnin gekk vel fyrir sig í rjómablíðu.

Staðan í íslandsmeistaramótinu í Rallycross 2015