Rallý Reykjavík frestað.

19.8.2022

Yfirlýsing Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur vegna Rally Reykjavík

Vegna ákvörðunar um að aflýsa Rally Reykjavík dagana 18. - 20. ágúst 2022, langar okkur í framkvæmdarnefnd að gefa frá okkur yfirlýsingu vegna málsins.

Þegar er skráningarfresti lauk þann 16.ágúst kl. 23:59 voru níu áhafnir skráðar.

Samkvæmt grein 1.6 í sérreglum keppnarinnar kemur fram að keppni verði felld niður berist ekki amk. 10 skráninga og skv. orðalagi sérreglnanna ber okkur skylda að aflýsa keppninni.

Einnig hefur annað gengið á sem við viijum koma á framfæri sem styðja við þá ákvörðun að aflýsa.

Þriðjudaginn 16. ágúst fengum við þær fréttir frá Vegagerðinni að þeir væru búnir að afturkalla keppnisleyfi um Kaldadal og Uxahryggi, og með þeirri ákvöðun væri rallið að styttast um heilan keppnisdag. Þannig að rallið yrði stytt um 80 km og keppnisvægi myndi fara úr 1,5 niðri 1,25.

Til viðbótar við þessi mál eru við í miklum vandræðum að fá starfsfólk til að starfa á keppninni, það má segja að okkur vantar 70% starfsmanna til að halda keppnina með lágmarksfjölda starfsmanna.

Við í framkvæmdarnefnd höfum verið að reyna finna leiðir til þess að halda þessa keppni en þvi miður er tíminn runnin frá okkur og höfum ákveðið að fara eftir reglu 1.6 í sérreglum keppnarinnar og aflýsum hér með Rally Reykjavík sem átti að vera haldin dagana 18. – 20. ágúst.

Okkur þykir leitt að þetta sé niðurstaðan.

Fyrir hönd framkvæmdarnefndar,

Kolbrún Vignisdóttir

Guðmundur Örn Þorsteinsson

Baldur Arnar Hlöðversson