Ólafur Bragi Jónsson sigurvegari í FIA/NEZ torfæru

9.9.2013

Um helgina fór fram FIA/NEZ mót í torfæru í Skien í Noregi. Ólafur Bragi Jónsson sýndi snilldartakta og vann mótið, eftir harða keppni við Arne Johannesen. Snorri Þór Árnason náði þriðja sæti á Kórdrengnum.

torfæra-olafur-bragi

Hægt var að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á netinu og er myndin tekin af útsetndingunni.

 

 

Í þessu videoi sést Kjartan Guðvarðarson reyna við 90 metra brekkuna og velta niður, sem betur fer án alvarlegra meiðsla.

 

Úrslit:

UNLIMITED
1.sæti Ólafur Bragi Jónsson – 4376 stig
2.sæti Arne Johannesen – 4257 stig
3.sæti Snorri Þór Árnason – 4011 stig

MODIFIED
1.sæti Ketil Johnsen – 4364 stig
2.sæti Pål Blesvik – 4163 stig
3.sæti Jörgen Paulsen – 4133 stig