Markmið „Women in Motorsport" á vegum FIA

2.6.2017

 

Fyrir þá sem ekki þekkja verkefnið „WOMEN IN MOTORSPORT" þá hefur FIA lengi unnið að því að auðvelda aðgengi kvenna að mótorsporti. Þrátt fyrir að konur taki þátt í næstum öllum greinum þess er markmið FIA ekki einungis að auka aðgengi og áhuga heldur einnig að skapa fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Telur FIA að þannig sé unnt að gefa stúlkum og konum tækifæri á að eiga sér markmið og drauma á þeim forsendum að skilvirkni og hæfni séu ofar kyni einstaklingsins.

Hélt FIA nú nýlega blaðamannafund í Formula One Paddock Club í Monakó þar sem breiður hópur mótorsportkvenna ásamt forsvarsmönnum FIA tók þátt. Deildu þær m.a. reynslu sinni af mótorsporti og hugmyndum um hvernig hvetja megi konur til frekari þátttöku. Nánar má lesa um fundinn hér: www.fia.com/news/women-motorsport-shine-monaco