Lokaumferð Íslandsmótsins í Drift 2014

12.8.2014

4. og síðasta keppni sumarsins í Drift var haldin í dag, laugardaginn
9. Ágúst 2014.

Við fengum frábært veður svo sólbrunnir áhorfendur og keppendur
skemmtu sér konunglega.
Þórir Örn sigraði ekki bara forkeppnina, heldur sigraði hann keppnina
sjálfa og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í leiðinni. Þetta var
því frábær dagur hjá honum.
11 keppendur voru skráðir til leiks en eingöngu 10 bílar lifðu æfingarnar af.
Mér skilst að heddpakkning í bíl Júlíusar Péturs hafi ekki alveg verið
ánægð með túrbó og nítró, svo hún ákvað því að yfirgefa vélina. Hann
gat því ekki tekið þátt í dag, svo 10 keppendur tóku þátt í
forkeppninni.
Allt gekk þetta nokkuð vel þar sem keppendur héldu sig nokkuð vel inni
á brautinni í dag svo keppnin gekk hratt og vel fyrir sig.

Hér eru úrslitin dagsins og svo má sjá þau og önnur úrslit sumarsins
sundurliðuð á http://drift.is

1. Sæti - #9 - Þórir Örn Eyjólfsson - 112 stig
2. Sæti - #4 - Ríkarður Jón Ragnarsson - 90 stig
3. Sæti - #2 - Ármann Ingi Ingvason - 74 stig
4. Sæti - #5 - Bragi Þór Pálsson - 58 stig
5.-8. Sæti - #10 - Fannar Þór Þórhallsson - 36 stig
5.-8. Sæti - #8 - Andri Már Guðmundsson - 34 stig
5.-8. Sæti - #3 - Þorkell Máni Viðarsson - 33 stig
5.-8. Sæti - #17 - Haukur Gíslason - 32 stig
9.-10. Sæti - #11 - Símon Haukur Guðmundsson - 13 stig
9.-10. Sæti - #18 - Kristinn Snær Sigurjónsson - 12 stig

Lokastaða Íslandsmótsins er einnig á http://www.ais.is/stadan/drift/drift-2014/ en hér eru 3 efstu.
1. Sæti - #9 - Þórir Örn Eyjólfsson - 364 stig
2. Sæti - #4 - Ríkarður Jón Ragnarsson - 318 stig
3. Sæti - #10 - Fannar Þór Þórhallsson - 276 stig