Lokahóf AKÍS 20. nóvember

15.10.2021

Lokahóf AKÍS verður haldið þann 20.nóvember n.k. á Icelandair Hotel Natura.
Þar verður árið gert upp með verðlaunaafhendingum fyrir síðastliðið keppnistímabil.
Húsið opnar klukkan 18:00
Kvöldverður byrjar kl. 19:00 í þriggja rétta veislu með steikarhlaðborði.

Veislustjórar kvöldsins verða þær Þórunn Clausen og Soffía Karlsdóttir leikonur.
Miðverð er 8500kr - Miðasölu lýkur 14.nóvember.
**Hægt verður að sækja miðana uppá skrifstofu AKÍS , Hanna Rún og Helga Katrín auglýsa opnunartíma hér inná viðburðinum. **
Þeir sem ætla að kaupa sér gistingu á hótelinu verða að senda póst á akis@akis.is til að fá fleiri upplýsingar.