Í kjölfar ábendingar varðandi stigagjöf fyrir spyrnukeppni á Akureyri var rætt við keppnishaldara og málið skoðað af stjórn AKÍS. Ljóst er að einn keppandi sætti þar brottvísun úr keppni og samkvæmt grein 12.18 í reglubók FIA falla þá niður öll verðlaun fyrir þátttöku í keppninni. Því eru stig til Íslandsmeistara leiðrétt með tilliti til þess.