Kynningarfundir - Gerðarvottun öryggisbúra

8.1.2020

Formaður AÍFS sendi beiðni um frestun fundarins í Reykjavík í gær. Þar benti hann á að útlit væri fyrir afleitt veður og útlit fyrir lokun á Hellisheiði og Þrengslum ásamt mögulegri lokun Reykjanesbrautar.

Keppandi frá BA sendi einnig beiðni um frestun fundarins á Akureyri þar sem nokkrir keppendur yrðu þá á staddir á vinsælli akstursíþróttasýningu erlendis.

Á fundi stjórnar AKÍS sama dag var samþykkt að verða við þessum óskum. Ákveðið var að fresta fundinum í Reykjavík um viku til þriðjudagsins 14. janúar og einnig að flytja fundinn á Akureyri um eina helgi til sunnudagsins 19. janúar.

AKÍS hvetur keppendur sem eiga heimangengt að skrá sig á fundi á FB:

Fundarsalur ÍSÍ - Kynningarfundur - Gerðarvottun öryggisbúra

Félagsheimili BA - Kynningarfundur - Gerðarvottun öryggisbúra