Kvenáhöfn í Bílanaustralli

2.6.2017

 

 

Í dag 2. júní hefst fyrsta umferð í íslandsmótinu í rallý, Bílanaust rally sem haldið er af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Eru alls 21 áhöfn skráð til leik en óvenju hátt hlutfall kvenna er meðal þátttakenda að þessu sinni eða 7 konur. Flestar þeirra sitja hægra megin í bílnum í hlutverki aðstoðarökumanns en ein kvenáhöfn er þó skráð til leiks, þær Hanna Rún Ragnarsdóttir og Hulda Kolbeinsdóttir. Hanna Rún er ekki ókunnug rallinu en hún keppti áður sem aðstoðarökumaður Baldurs Hlöðverssonar. Urðu þau íslandsmeistarar árið 2015 í flokki 4x4 Non turbo en Hanna Rún færir sig nú yfir í ökumannssætið. Keppa þær stöllur í svokölluðum AB flokki á Subaru Impreza bifreið. Verður án efa gaman að fylgjast með þeim en þær hafa lagt mikla vinnu í bifreið sína í vetur.

Af kvenkyns aðstoðarökumönnum má fyrsta nefna Skagfirðinginn Katrínu Maríu Andrésdóttur. Katrín María situr sem hægri hönd Baldur Haraldssonar fyrrum íslandsmeistara en þau aka einnig á Subaru Imprezu. Er þetta annað keppnistímabil Katrínar sem aðstoðarökumaður en hún hefur verið viðriðin rallý um árabil með ýmsum hætti, m.a. í ýmsum hlutverkum tengdu keppnishaldi. Hefur Katrín því ákveðið forskot á nýliðana þrjá en þær eru Elísabet Sigríður Kolsöe, Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen, Júlía Jóhannesdóttir auk Malin Brand.

Hægt er að fylgjast með keppninni á facebook síðu AIFS auk http://www.mmi.is/rallytimes