Skráning er hafin í 3. umferð Íslandsmóts í sandspyrnu

3.8.2021

Kvartmíuklúbburinn tekur nú á móti skráningum í 3. umferð Íslandsmóts í sandspyrnu 2021 sem fer fram á sandspyrnubraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 28. ágúst 2021.

http://skraning.akis.is/keppni/306

Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:

Bílar
Fólksbílar (F)
Útbúnir fólsbílar (ÚF)
Buggybílar (B)
Jeppar (J)
Útbúnir jeppar (ÚJ)
Sérsmíðuð ökutæki (S)
Opinn flokkur (O)

Mótorhjól
Unglingaflokkur (MU)
Mótorhjól 1 cyl (1C)
Mótorhjól 2 cyl + (2C+)
Fjórhjól (FJ)
Vélsleðar (V)

Þegar úrslit liggja fyrir í öllum flokkum er keppt í Allt flokki bæði bíla og mótorhjóla.

Ekki er ræst í riðlum í þessari keppni.

Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.

Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1. og 2. sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.
Verðlaun í Allt flokkum er einungis fyrir 1. sæti.