Konurnar bak við myndavélarnar, Guðbjörg Ólafsdóttir

27.7.2017

Hlutverk kvenna tengdum akstursíþróttum eru margvísleg. Þátttaka kvenna í keppnishaldi hefur vaxið auk þess sem sífellt fleiri konur keppa í hinum ýmsu greinum, nú síðast í torfærunni. Eitt af þeim sviðum sem konur taka virkan þátt í er umfjöllun akstursíþótta, greinaskrif og myndatökur. Aksturíþróttasamband Íslands hefur í ár úthlutað sérstökum myndatökuleyfum tendum þeim akstursíþróttum sem undir sambandið falla. Alls hafa nítján aðilar fengið leyfi til myndatöku og dreifingar á myndum og myndefni en af þeim eru einungis fjórar konur.

Fyrsta má nefna Guðbjörgu Ólafsdóttur en flestir torfæruáhugamenn þekkja myndir hennar undir nafninu „GuggZ”. Hefur hún síðastliðin 3 ár fylgt „Þeytingur racing-liðinu" en byrjað að taka myndir fyrir 2 árum á Nikon d330. Torfæran heillar hana og  segir hún að þar sameinist fjölskyldan en draumurinn er að smíða eigin götubíl ásamt Bæring manni sínum.

Myndir sínar birtir hún á facebook undir https://www.facebook.com/pg/sterkarstelpur. Má á síðu hennar m.a. annars sjá myndir úr öllum umferðum torfærunnar nú í sumar auk sandspyrnu og fleira. Myndir hennar sýna ekki einungis hamagang og adrenalín heldur er þar einnig að finna myndir af fólkinu í akstursíþróttum, svipbrigði og einbeitingu. Í albúmi hennar frá torfærunni á Akranesi má m.a. sjá þessar myndir af þeim systrum Elvu og Helgu Katrínu Stefánsdætrum, einbeittum á svip!