Keppni Ökutækja

4.5.2012

Reglugerð 507/2007 skilgreinir umhverfi akstursíþrótta á Íslandi. Öllum sem standa fyrir og skipuleggja slíkar keppnir ber að fara eftir þessari reglugerð.

Nokkur dæmi um akstursíþróttir má nefna: rally, kvartmíla, gokart, góðakstur, torfæra, ökuleikni, sparakstur, nákvæmnisakstur (dráttarvéla) og fleira.

Samkvæmt reglugerðinni þarf opinbert leyfi til að halda slíka keppni og aðeins aðildarfélögum innan Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA er það heimilt.

Sjá nánar: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/507-2007