Jean Todt forseti FIA á Íslandi

12.8.2021

Jean Todt forseti FIA (Federation Internationale de l'Automobil) var staddur á Íslandi í liðinni viku í opinberri heimsókn.

Hr. Jean Todt fundaði með formanni Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS), Helgu Katrínu Stefánsdóttur, um stöðu mótorsports á Íslandi sem og Steinþóri Jónssyni formanni FÍB.

Einnig fundaði Hr.Todt með Sigurði Inga Jóhannssyni Samgönguráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni Forseta Íslands

Jean Todt heimsótti einnig akstursíþróttasvæði Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þar sem tekið var á móti honum með einum alíslenskum Torfærubíl og tók Haukur Viðar ökumaður bílsins nokkrar ferðir ásamt því sem að Jean Todt skoðaði aðstöðu til ökukennslu á svæðinu.

 

Haukur Viðar ásamt Jean Todt forseta FIA