Gokart - Úrslit 7. júlí 2018

9.7.2018

Gunnlaugur Jónasson sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrstu gókart keppni ársins sem fór fram laugardaginn 7. júlí á aksturssvæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Keppnin fór fram í rigningu og voru keppendur á regndekkjum en Gunnlaugur virtist ná meira út úr bílnum á þeim en aðrir keppendur. Hann náði besta tímanum í tímatökunni og sigraði allar umferðirnar þrjár sem eknar voru. Ragnar Arnljótsson AÍH var öruggur í öðru sæti og Atli Már Egilsson úr BA hampaði því þriðja eftir harða baráttu við bróður sinn Jóhann Egilsson, einnig úr BA, sem varð fjórði.

Úrslit:

Æfing Bíll nr. Nafn: Hringtími: Félag:
1. 54 Gunnlaugur Jónasson 00:41.117 Kvartmíluklúbburinn
2. 55 Ragnar Arnljótsson 00:44.288 AÍH
3. 81 Jóhann Egilsson 00:49.766 BA
4. 77 Atli Már Egilsson 00:51.712 BA
Tímataka:
1. 54 Gunnlaugur Jónasson 00:40.720 Kvartmíluklúbburinn
2. 55 Ragnar Arnljótsson 00:42.629 AÍH
3. 81 Jóhann Egilsson 00:45.890 BA
4. 77 Atli Már Egilsson 00:45.932 BA
1. keppni Bíll nr. Nafn: Besti hringur: Hringir: Heildartími: Stig:
1. 54 Gunnlaugur Jónasson 00:40.329 18 12:33 10
2. 55 Ragnar Arnljótsson 00:42.187 18 12:59 8
3. 77 Atli Már Egilsson 00:44.893 17 12:57 7
4. 81 Jóhann Egilsson 00:44.652 17 13:01 6
2. keppni Bíll nr. Nafn: Besti hringur: Hringir: Stig:
1. 54 Gunnlaugur Jónasson 00:40.549 18 12:28 10
2. 55 Ragnar Arnljótsson 00:41.679 18 12:46 8
3. 77 Atli Már Egilsson 00:43.703 17 12:40 7
4. 81 Jóhann Egilsson * 17 * 6
3. keppni Bíll nr. Nafn: Besti hringur: Hringir: Stig:
1. 54 Gunnlaugur Jónasson 00:40.525 18 12:31 10
2. 55 Ragnar Arnljótsson 00:40.895 18 12:38 8
3. 81 Jóhann Egilsson * 17 * 7
4. 77 Atli Már Egilsson 00:43.213 17 13:09 6
* Jóhann glataði tímakubb sínum
Heildarúrslit: Bíll nr. Nafn: Heildarstig: Félag:
1. 54 Gunnlaugur Jónasson 30 Kvartmíluklúbburinn
2. 55 Ragnar Arnljótsson 24 AÍH
3. 77 Atli Már Egilsson 20 BA
4. 81 Jóhann Egilsson 19 BA

Sjá stöðuna í Íslandsmeistaramótinu í GoKart hér.