Gokart - Úrslit 11. ágúst 2018

14.8.2018

Laugardaginn 11. ágúst fór fram 4. umferð Íslandsmeistaramótsins í gokart á íþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.
Það var úði í lofti í upphafi dags og virtist þetta ætla að verða blaut keppni en svo varð þó ekki. Það létti til og þornaði fljótt á þegar kom að tímatökum og var því öll keppnin ekin á slikkum og gott grip í brautinni.
Úrslit dagsins urðu:
1. Ragnar Þór Arnljótsson, 26 stig
2. Gunnlaugur Jónasson, 20 stig
3. Jóhann Egilsson, 18 stig
4. Atli Már Egilsson, 18 stig
5. Hinrik Lyngdal Pétursson, 8 stig
6. Heiðar Örn Árnason, 8 stig
Þetta var að vísu bara önnur keppnin sem hefur farið fram í sumar, fyrstu og þriðju umferð var frestað og verða þær eknar síðar.
Staðan í Íslandsmótinu í GoKart.