Að gefnu tilefni er rétt að ítreka að AKÍS tekur við fréttum og tilkynningum frá aðildarfélögum og keppnisráðum einstakra greina. Þetta er birt á vef AKÍS, Facebook síðu AKÍS og sent á fjölmiðla eftir óskum hvers og eins.
Félög eru misjafnlega langt komin með að nýta vef og samfélagsmiðla til að ná til áhugafólks um akstursíþróttir. Þau félög sem vilja koma skilaboðum sínum til stærri hóps eru hvött til að nýta sér dreifileiðir AKÍS sem eru til staðar. Það eflir félögin og áhrifamátt þeirra.