Frestun á námskeiði: Keppnisstjórar og dómnefnd

17.3.2020

Vegna Covid-19 veirunnar verður námskeiðum sem AKÍS hyggst halda fyrir keppnisstjóra og dómnefndarmenn frestað.

Vonast er til að námskeiðið verði haldið í Reykjavík 18. apríl og Akureyri 19. apríl 2020.

Þeir sem ljúka námskeiðinu fara á lista yfir hæfa keppnisstjóra og dómnefndarmenn.

Þeir sem þegar hafa skráð sig á fyrri dagsetningu þurfa ekki að skrá sig aftur á nýjar dagsetningar.