Fölsuð öryggisbelti!

20.5.2015

fia-belti

Keppnisskoðun í einni keppni síðastliðinnar helgar leiddi í ljós að nýkeypt öryggisbelti voru svikin vara og með öllu óhæf til keppni.

Beltin voru sögð uppfylla staðla FIA og voru rétt merkt í orði, en höfðu ekki nauðsynlegra þrívíddarmerkingu (holograph) FIA. Þau voru keypt gegnum AliExpress og merkt TRS.

Við beinum athygli keppenda, öryggisfulltrúa, skoðunarmanna og akstursíþróttafélaga að þessari staðreynd og að vera vel á verði.

Öryggi í akstursíþróttum verður ávallt að vera í fyrirrúmi í öllu sem við gerum.

Nokkuð auðvelt er að athuga hvort þau eru alvöru eða fölsuð. þeir hjá TRS bentu AKÍS á upplýsingar á síðuni sinni um samstarfið við FIA.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig þrívíddarmiðinn (hologram) á að líta út.

Reglur FIA breyttust 2013 þannig að nú þarf að vera svona þrívíddarmiði á beltunum. Miðinn er saumaður í vinstra axlarbandið í öllum FIA samþykktum öryggisbeltum.