Birtar hafa verið uppfærðar keppnisreglur í Hringakstri fyrir árið 2021
Eftirfarandi eru breytingar sem verða á keppnisreglum
Í samræmi við grein 2.1.g í reglugerð um regluráð AKÍS er lagt til að Keppnisgreinarreglum fyrir hringakstur 2021 verði breytt frá og með 29. júní 2021.
Grein 2.1.4 breytist á þann veg að í stað orðanna „skal ökumaður hafa náð 15. aldursári til að keppa og má elstur vera 17 ára á keppnistímabilinu.“ komi orðin „má sá keppa sem verður að minnsta kosti 15 ára á árinu.“, greinin verði svohljóðandi eftir breytingu:
2.1.4 Í unglingaflokkum (flokkar með "junior" í heiti sínu) má sá keppa sem verður að minnsta kosti 15 ára á árinu.
Við bætast tvær nýjar greinar 2.1.4.a og 2.1.4.b svohljóðandi:
2.1.4.a Við 17 ára aldur er ökumaður ekki lengur gjaldgengur í unglingaflokk nema að hann verði 17 ára þegar Íslandsmót er hafið. Hefur ökumaður þá undanþágu til að klára Íslandsmót í unglingaflokki.
2.1.4.b Í sérreglum keppni er heimilt að leyfa þeim sem orðnir eru 17 ára á árinu að aka í unglingaflokki hafi þeir ekið í honum að lágmarki einu sinni í keppni í Íslandsmóti á yfirstandandi keppnistímabili.
Grein 4.1.2 breytist alveg og kemur ný í staðinn“ greinin verði svohljóðandi eftir breytingu:
4.1.2 Keppnisfyrirkomulag skal vera með þeim hætti að hver keppandi fái að lágmarki eina æfingarlotu og eina keppnislotu.
Grein 4.1.2.a falli brott í heild sinni.
Grein 4.1.6.b breytist á þann veg að í stað orðanna „Keppnisstjóri getur refsað“ komi orðin „Heimilt er að refsa“, greinin verði svohljóðandi eftir breytingu:
4.1.6.b Heimilt er að refsa keppanda með 10 sekúndna viðbót við besta brautartíma hans séu reglur um framúrakstur ekki virtar. Refsingin er tekin út í þeirri umferð sem brotið er framið í.
Grein 4.1.8 1. mgr. breytist á þann veg að í stað orðanna „staðfestum úrslitum“ komi orðin „lokaúrslitum“, 1. málsgrein verði svohljóðandi eftir breytingu:
4.1.8 Keppendur fá stig fyrir sæti í lokaúrslitum:
Við bætist svohljóðandi grein 5.5 um öryggisfulltrúa
GREIN 5.5 ÖRYGGISFULLTRÚI
5.5.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
5.5.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.
5.5.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu til AKÍS um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
5.5.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild á að óhappi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
5.5.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.
Sjá má keppnisreglurnar hér.