BIKARMÓT RCA í Rallycross!

19.9.2014

Um helgina er ein erfiðasta keppnin í rallycross sem haldin er ár hvert af Rallycrossdeild AÍH. mikil spenna og eftirvænting er eftir þessari keppni en hún er haldin 20 og 21 september á Akstursíþróttarsvæði AÍH í Kaphelluhrauni í Hafnarfirði.

1484041_639506422779448_1078648156_o

10169454_10203370214443479_445070381615230002_n

10443522_10154345526910109_8233270629346169357_n

10547433_10154468209735109_8186903409357605673_n

10614147_10154468209580109_4930057241228671107_n

23 keppendur eru skráðir í fjóra flokka en búast má við mestu spennunni í 2000 Flokk en það eru ökutæki með vélar upp að 2.0L. Mikill fjöldi keppenda í þessum flokki koma frá Suðurnesjum og þeir sem muna frá Rallycross fyrir síðustu aldamót muna kannski eftir baráttu Suðurnesja gegn Hafnfirskum keppendum en þeir fyrrnefndu mættu iðulega með hvítmáluð ökutæki gegn þeim gulu frá Hafnarfirði og verður spennandi að fylgjast með að þessu sinni

Bikarmót RCA er eins og fyrr segir tveggja daga keppni og eru eknir 4 undanriðlar á laugardeginum og 3 á sunnudeginum og gefa þeir allir stig í úrslitariðil en í úrslitariðli hljóta keppendur tvisvar sinnum fleiri stig en fást fyrir undanriðil. Að lokum eru öll stig keppenda lögð saman og vinnur sá sem flest stig hefur eftir báða daga.
Þetta reynir mikið á keppanda og ökutæki þar sem hvoru tveggja þarf að virka báða dagana.

Keppni hefst kl.13:00 og er miðaverð 1000.kr en frítt er fyrir 12.ára og yngri.

Ef frekari upplýsingar eða útskýringar óskast vinsamlega hafið samband.

Gunnar Hjálmarsson.
Keppnisstjóri