Alþjóðlegi sjálfboðaliðadagur FIA

13.11.2022

Þessa helgina er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagur FIA haldin út um allan heim. Við hjá Akstursíþróttasambandinu viljum koma þökkum til allra þeirra sem hafa unnið í kringum akstursíþróttir.

Á lokahófi sambandsins þann 5. nóvember veitum við viðurkenningar til sjö sjálfboðaliða sem voru tilnefndir af aðildarfélögum sambandsins. Í ár hlaut Hrefna Björnsdóttir í Bílaklúbbi Akureyrar nafnbótina sjálfboðaliði ársins 2022.

Við þökkum öllum sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag til akstursíþrótta.