Á vormánuðum 2008 setti ÍSÍ á stofn nefnd um akstursíþróttir. Nefndin var sett á laggirnar í nánu samstarfi við aðildarfélög ÍSÍ og Landssamband íslenskra akstursfélaga (LÍA) og starfaði undir vinnuheitinu „Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA". Markmið nefndarinnar var að vinna að málefnum akstursíþrótta og undirbúa stofnun akstursíþróttasérsambands.
Akstursíþróttafélög eða deildir eru starfandi innan eftirtalinna héraðssambanda/íþróttabandalaga ÍSÍ: Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Ungmennasamband Kjalarness, Íþróttabandalag Reykjanessbæjar, Íþróttabandalags Akureyrar, Héraðssamband Skarphéðinn og Ungmennasambands Skagafjarðar.
Með stofnun Akstursíþróttasambands Íslands verða sérsambönd ÍSÍ orðin 29 talsins.
Stjórn AKÍS sem kjörin var á stofnþingi og hefur nú skipt með sér verkum:
Lárus Blöndal | Formaður |
Guðbergur Reynisson | Varaformaður |
Ólafur Guðmundsson | Gjaldkeri |
Björgvin Ólafsson | Ritari |
Ari Jóhannsson | |
Tryggvi M. Þórðarson | |
Ragnar Róbertsson | |
Gunnar Hjálmarsson |
//