Akstursíþróttamaður ársins 2025 - Hergill Henning Kristinsson

17.11.2025

Lokahóf AKÍS fór fram fyrr í þessum mánuði.  Í lok kvöldsins var krýndur Akstursíþróttamaður ársins 2025. Alls voru sjö einstaklingar tilnefndir í ár. Í ár var að Hergill Henning Kristinsson sem hlut kjörið Akstursíþróttamaður ársins 2025.

Hergill hefur átt frábært keppnisár aðeins 17 ára gamall. Enn í ár náði hann þeim árangri að vera þrefaldur Íslandsmeistari ásamt Bikarmeistari í Unglingaflokki í Rallycrossi.

Hér má sjá tilnefninguna hans til akstursíþróttamanns ársins. 

Hergill er 17 ára gamall Hafnfirðingur og kemur úr mikilli mótorsport fjölskyldu. Hann hefur verið að keppa síðan hann var 14 ára gamall og var að ljúka sínu þriðja  ári  í rallycrossi, en einnig hefur hann keppti  bæði sem ökumaður og sem aðstoðarökumaður í rally og E-rally (nákvæmnisakstri) síðastliðin 3 ár. Þess má geta Hergill er yngsti keppandi í sögu rally á Íslandi og var sá fyrsti til að fara með æfingarakstur í rallykeppni . 

Keppnistímabilið var mjög annasamt hjá  Hergli. Hann tók þátt í FIA E-Rally í júní sem var hluti af Heimsmeistaramótinu. Þar var hann ökumaður með Adam Mána Valdimarson sem aðstoðarökumann. Þeir stóðu sig best íslenskra áhafna og unnu því Íslandsmeistaratitil þar. 

Hergill keppti í öllum keppnum ársins í unglingaflokki í rallycrossi þar sem keppnin er hvað hörðust, en flestir voru unglingarnir 23 í einni keppninni í sumar. Með góðum akstri landaði hann Íslandmeistaratitli í lokamóti ársins með örfáum stigum í loka riðlinum, eftir æsispennandi keppni.

Hann tók þátt í Rednek bikarmótinu í rallycrossi sem er 2 daga mót. Þar landaði hann Bikarmeistaratitli eftir harða keppni.

Þá keppti Hergill einnig í Íslandsmótinu í rally og var þar sem aðstoðarökumaður hjá bróður sínum Björgólfi Bersa, og í lokakeppni ársins tryggðu þeir sér Íslandmeistaratitil í Non turbo flokki.

Þess má geta að Hergill tók einnig þátt í Íslandsmeistaramótinu í snowcrossi s.l. vetur. Tók hann þátt í fjórum keppnum og var þrisvar sinnum á verðlaunapalli. Þá tók hann einnig þátt í einni keppni í motocrossi á árinu.

Samtals keppti hann í 17 keppnum í mótorsporti árið 2025, í 5 mismunandi greinum.

Árangur Hergils árið 2025: 

  • Íslandsmeistari í unglingaflokki í rallycrossi 
  • Íslandsmeistari Non- Turbo Rally 
  • Íslandsmeistari E-rally 
  • Bikarmeistari unglingaflokki Rallycrossi 

Hergill er magnaður ökumaður og keppandi, ávalt kurteis og prúður þrátt fyrir að vera mikill keppnismaður. Alger fyrirmyndar keppandi hér á ferð.

 

Við óskum Hergli innilega til hamingju með kjörið.