Kjör um Akstursíþróttamann ársins var birt í dag í lok formannafundar. Niðurstaða kosningar er að Arnar Elí Gunnarsson hlýtur titillinn Aksturíþróttamaður ársins 2021
Arnar Elí Gunnarsson byrjaði að keppa í Rallycrossi í lok sumars 2019. Hann hefur sýnt gríðarlegar framfarir með hverri keppni og er hann bæði Íslands- og bikarmeistari 2021. Hann var á verðlaunapalli í öllum keppnum sumarsins.
Við óskum Arnari innilega til hamingju með titillinn.