Áhugaverðir fræðsluviðburðir ÍSÍ í apríl

31.3.2015

Kæru sambandsaðilar.

 

Við viljum vekja athygli á fræðsluviðburðum ÍSÍ í apríl.

Vinsamlegast hjálpið okkur að breiða út boðskapinn.

 

  1. apríl  Málþing um höfuðáverka í íþróttum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Leikmannasamtökin.

Það verður haldið kl:12:00 í stofu V101 í Háskóla Reykjavíkur.

Erindi:
María Kristín Jónsdóttir, taugasálfræðingur og dósent við HR: „Hvað gerist í heilanum við höfuðhögg?“
Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari, fjallar um fyrstu viðbrögð og eftirfylgd
Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik,

fjallar um reynslu sína af því að hljóta höfuðhögg við íþróttaiðkun.

 

  1. apríl Hádegisfundur ÍSÍ í samstarfi við Háskóla Íslands

Fundurinn hefst 11:30 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Tvískipt fundarefni:

Íþróttameiðsl ungmenna, algengi og brottfall vegna meiðsla

Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari og MSc í íþróttafræði

Upplifun foreldra afreksbarna á ofbeldi í íþróttum

Hafdís Inga Hinriksdóttir félagsráðgjafi og MSc í íþróttafræðum

Fundurinn verður sendur út á netinu.

Skráning á fundinn hér: skraning@isi.is

 

 

  1. apríl Ráðstefna um barna- og unglingastefnu ÍSÍ

Athugið fundarstaður er Laugarásbíó og hefst hún kl:11:30 og lýkur 14:30

Dagskrá og skráning auglýst eftir páska á heimasíðu ÍSÍ og facebooksíðu ÍSÍ.

Unnið er að leiðum til þess að geta varpað fundinum út á netið.

 

Nánari upplýsingar verður að finna á www.isi.is