Drift: Fyrsta umferð í Íslandsmeistaramóti 2014

26.5.2014

Laugardaginn 24. Maí var fyrsta umferð íslandsmótsins í Drift haldin í Kapelluhrauni í Hafnarfirði.

12 keppendur voru skráðir til leiks og mættu allir klárir í slaginn og þreyttu spennandi baráttu þó veðrið hafi ekki alveg til friðs, en keppnin gekk samt sem áður ótrúlega vel. Mikill fjöldi áhorfenda lét sjá sig og létu veðrið ekki fæla sig á brott.

10255018_554466248004479_1283504380652955634_n 10292138_554465901337847_7969476068563830090_n 10297746_554466834671087_7646985524433082560_n 10314472_554466431337794_3444653305590333494_n
Drift keppnirnar eru uppsettar á þann hátt að fyrst er forkeppni. Þrír dómarar sjá um að gefa ökumönnum stig fyrir gráðu, línu og stíl.

Gráða snýst um að hafa bílinn eins þversum og mögulegt er, án þess að missa stjórn á honum. Stundum tekst mönnum jafnvel að láta bílinn fara aftur á bak í gegnum beygjuna.

Næst er línan. Dómarar ákveða hvernig brautin verður og setja upp keilur hér og þar. Svo er útskýrt fyrir ökumönnum á fundi fyrir keppni, hvernig aka skuli brautina. Ökumenn eiga þá að koma á fullu hliðarskriði og fara eins nálægt þessum keilum og mögulegt er, án þess að henda þeim um koll.

Síðast, en ekki síst, er það stíll. Þá eru dómarar að fylgjast með því hvernig ökumenn aka brautina. Hversu flott þeir skipta úr hægri í vinstri hliðarskrið og vinna sig í og úr beygjum. Þetta getur skipt öllu máli, því við erum jú auðvitað að leita að flottustu ferðunum.

Eftir undankeppni er raðað upp í útsláttinn. Þar keyra menn í pörum og slá hvorn annan út. Þar sem við erum ekki að keyra bíla með veltibúr, keyrir bara annar í einu. Svo slá menn hvorn annan út þar til keppni er lokið og sigurvegari krýndur.

Laugardaginn 24. Maí fór keppnin á þennan veg.
1. Sæti - Ríkarður Jón á Pontiac Firebird
2. Sæti - Fannar Þór á Porsche 944
3. Sæti - Þórir Örn á BMW 518i