Vorrall BÍKR

23.5.2014

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í ralli fer farm um helgina. Eknar verða leiðirnar um Djúpavatn og Hvaleyrarvatn.

Það er ekki oft sem 3 Íslandsmeistarar mætast í keppni, en sú er raunin um helgina og ljóst að margir ætla sér sigur. Ríkjandi meistarar, Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson mæta á sama Subaru og í fyrra en nú með öflugri mótor og ætla sér sigur. Sama má segja um Daníel og Ástu Sigurðarbörn, þau mæta einnig á Subaru og ætla sér ekkert minna en sigur, enda ekki vön að tapa. Hilmar Þráinsson og Elvar Jónsson mæta á Mitsubishi. Eins og Daníel hefur Hilmar ekki keppt í nokkurn tíma en hann er ekki búinn að gleyma hvað það er að sigra og ljóst er að stefnan er sett á fyrsta sætið.

Fleiri keppendur geta blandað sér í þessa baráttu, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson á feyki öflugum Subaru komu lánlausir frá síðasta ári en hraðinn er til staðar og bíllinn ætti að duga til sigurs.

Flestar áhafnirnar í keppninni eru á 4x4 turbo bílum svo fyrirfram má ætla að hraðinn verði í meira lagi.

Áhugasamir geta fylgst með keppninni á www.bikr.is. Meðfylgjandi er dagskrá og kort af leiðinni um Hvaleyrarvatn, sem er afar skemmtileg leið fyrir áhorfendur.

Keppnin hefst á Djúpavatnsleiðinni klukkan níu að morgni.

Athugið að leiðinni verður lokað klukkan 8:15.

Fyrsti bíll á fyrri leiðinni um Hvaleyrarvatn verður ræstur klukkan 12:40.

Hvaleyrarvatn_2012a

1.Umferð tímamaster-útgáfa 2