Sjálfboðaliðar ársins 2025

18.11.2025

Á lokahófi AKÍS sem fór fram í byrjun mánaðar veitum við viðurkenningar til sjálfboðaliða. Við akstursíþróttir starfa fjöldinn allur af sjálfboðaliðum sem halda uppi akstursíþróttum.
Við fengum aðildafélögin til að tilnefnda tvö frá sínu aðildarfélagi til sjálfboðaliðaverðlauna AKÍS.
Í ár voru þeir Ari Halldór Hjaltason frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Guðni Sigurðsson frá Akstursíþróttafélagi Suðurnesja sem hlutu tiltilinn sjálfboðaliðar ársins.

Guðni Sigurðsson - AÍFS

Guðni sem hefur verið oft kenndur við Skyndi.is er einn af lykillstarfsmönnum á keppnisstað.  Hann hefur starfað sem viðbragðsaðili á öllum rallycross keppnum undanfarin ár. Ásamt að vera í eftirfarabílnum á rallykeppnum hjá BÍKR og AÍFS. Í ár hefur Guðni þurft að nýta sína þekkingu og menntun þar sem hann stýrði vettvangi á tveimur slysum sem voru í sumar. Hann hefur verið duglegur að aðstoða keppnishaldara við undirbúning á keppnum ásamt því að koma þekkingu á öryggisbúnaði til keppnishaldara. Guðni hefur verið ráðgjafi hjá Akstursíþróttasambandinu þar sem er unnið í samstarfi við Guðna að bættu öryggi og mun hann leiða verkefni hjá AKÍS á næsta ári sem snýr að meira öryggi og skyndihjálp hjá aðildarfélögum.

Ari Halldór Hjaltason - AÍH
Ari hefur verið einn að lykilstarfsmönnum hjá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Ari er varaformaður í félaginu. Hann hefur verið að sinna öryggismálum hjá félaginu undanfarin ár.  Hann hefur starfað sem öryggisfulltrúi í mörgum keppnum í sumar. Ari hefur séð um öryggisbúr úttektir fyrir hönd AKÍS. Einnig situr í stjórn Akstursíþróttasamband Ísland ásamt að starfa sem formaður öryggisráðs AKÍS.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þessa nafnbót.