Aktursíþróttakona ársins 2025 - Sigurbjörg Björgvinsdóttir

17.11.2025

Lokahóf AKÍS fór fram fyrr í þessum mánuði.  Í lok kvöldsins var krýnd Akstursíþróttakona ársins 2025. Alls voru fimm einstaklingar tilnefndir í ár. Í ár var að Sigurbjörg Björgvinsdóttir sem hlut kjörið Akstursíþróttakona ársins 2025.

Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg hreppir titilinn Akstursíþróttakona ársins.

 

Sigurbjörg var erlendis og gat ekki tekið við bikarnum - það var Hanna Rún sem tók við fyrir hennar hönd.

 

Hér má sjá tilnefninguna hennar Sigurbjargar. 

Sigurbjörg á að baki viðburðaríkt ár í spyrnu á árinu 2025.
Hún var á ferð og flugi með keppnistæki sitt, Tweety, á milli Íslands og Svíþjóðar.

 

Í vor fór hún til Svíþjóðar með Tweety á stóra bílasýningu. Að sýningunni lokinni þá var bíllinn fluttur til Íslands aftur til að taka þátt í afmælissýningu Kvartmíluklúbbsins sem og hefja keppni á íslandsmótinu í spyrnu.

Sigurbjörg tók þátt í 6 keppnum sumarsins og stóð uppi sem íslandsmeistari í áttungsmílu í A/E flokki (7,50 sek.) eftir spennandi og jafna keppni.

 

Þá fór Sigurbjörg á miðju sumri aftur til Svíþjóðar og tók þátt í vikulangri keppni, Street Week Sweden 2025, sem haldin var í níunda sinn. Það er keppt á fimm brautum og ekið á milli þeirra á keppnistækinu. Hún keppti í True Street flokki og náði að ljúka keppni með góðum árangri.

 Á árinu marg bætti hún tíma sinn á Tweety sem lofar góðu fyrir næstu ár.

 Sigurbjörg er fyrirmyndar keppandi og er dugleg að kynna íþróttina með jákvæðum og uppbyggilegum hætti.

 

Við óskum Sigurbjörgu innilega til hamingju með kjörið.