Aldur keppenda - breyting á reglugerð

4.7.2020

Það er gleðiefni að búið er að samþykkja og gefa út reglugerð um breytingu á reglugerð 507/2007 um akstursíþróttir.
Þar með gefst AKÍS tækifæri til að gefa út reglur um aldurstakmörk í akstursíþróttum. Þau aldurstakmörk verða sett með tilliti til aldurstakmarka í nágrannalöndum okkar og reglum FIA.
Stjórn sambandsins mun fjalla um þetta mál og gefa út reglur eins fljótt og hægt er. Þangað til er ljóst að ekki er hægt að heimila skráningu keppenda sem ekki hafa náð 15 ára aldri.