Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta fór fram í fundarsal ÍSÍ 10. nóvember 2018.
Krýndir voru íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta.
Eftir tilnefningar frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus Formannafundur AKÍS eina konu og einn karl sem Akstursíþróttamenn ársins.
Akstursíþróttakona ársins 2018– Halldóra Jóhannsdóttir - KK
Akstursíþróttamaður ársins 2018 – Þór Þormar Pálsson - BA
Þessi tvö eru tilnefnd af AKÍS til kjörs íþróttamanns ársins 2018.
| Grein | Nafn | Félag | 
| Drift - Götubílaflokkur | Jökull Atli Harðarson | AÍH | 
| Drift - Minni götubílar | Árni Freyr Gunnarsson | AÍH | 
| Drift - Opinn flokkur | Anton Örn Árnason | AÍH | 
| Go-Kart | Gunnlaugur Jónasson | |
| Rally – Aðstoðarökumenn AB Varahlutaflokkurinn | Halldóra Jóhannsdóttir | KK | 
| Rally – Aðstoðarökumenn flokkur B | Bragi Snær Ragnarsson | AÍFS | 
| Rally – Aðstoðarökumenn heildin | Bragi Snær Ragnarsson | AÍFS | 
| Rally – Ökumenn AB Varahlutaflokkurinn | Óskar Leifsson | KK | 
| Rally – Ökumenn flokkur B | Ragnar B. Gröndal | AÍFS | 
| Rally – Ökumenn heildin | Ragnar B. Gröndal | AÍFS | 
| Rallycross – Unglingaflokkur | Þorvaldur Smári McKinstry | AÍH | 
| Rallycross – 1000 flokkur | Árni Gunnlaugsson | AÍFS | 
| Rallycross – 2000 flokkur | Vikar Sigurjónsson | AÍFS | 
| Rallycross – 4X4 Non Turbo | Trausti Guðfinnsson | AÍH | 
| Kvartmíla - OF | Ingólfur Arnarsson | KK | 
| Kvartmíla - TS | Kristján Finnbjörnsson | KK | 
| Kvartmíla - ST | Sigurður Ólafsson | KK | 
| Kvartmíla - SS | Heiðar Arnberg Jónsson | KK | 
| Götuspyrna - 6 cyl | Guðni Brynjar Guðnason | BA | 
| Götuspyrna - 8 cyl standard | Stefán Örn Steinþórsson | BA | 
| Götuspyrna - Jeppar | Hákon Heiðar Ragnarsson | BA | 
| Sandspyrna – Jeppar | Eðvald Orri Guðmundsson | TKS | 
| Sandspyrna – Útbúnir jeppar | Páll Skjóldal Jónsson | AÍH | 
| Sandspyrna – Opinn flokkur | Valur Jóhann Vífilsson | KK | 
| Tímaat – Götubílar | Viktor Böðvarsson | KK | 
| Tímaat – Götubílar RSPORT | Símon H Wiium | |
| Tímaat – Breyttir götubílar | Símon H Wiium | |
| Torfæra – Sérútbúnir | Þór Þormar Pálsson | BA | 
| Torfæra – Götubílar | Ívar Guðmundsson | TKS | 
Halldóra keppti fyrst í ralli með Óskari bróður sínum árið 2017. Þar tóku þau þátt í þremur röllum það árið.
Árið 2018 var stefnan sett á heilt keppnistímabil.
Það var brösuleg byrjun á tímabilinu hjá þeim og enduðu þau í sjötta sæti í fyrsta rallinu. En eftir það rall var sett í 5 gírinn og skilaði það sigri í næstu tveimur röllum.
Í fjórða ralli lentu þau í öðru sæti og tryggði það Íslandsmeistaratitilinn hjá Halldóru.
Í síðasta ralli ársins þurfti Óskar bróðir hennar á sigri að halda til að ná sínum titli og var allt lagt í sölurnar til að ná fyrsta sætinu sem hafðist með góðum mun.
Halldóra hefur staðið sig vel í aðstoðarökumannsstætinu þrátt fyrir stuttan tíma þar og við megum búast við að hún haldi áfram í toppbaráttu í sínum flokki.
Þór tók þátt í öllum torfærukeppnum sumarsins og sýndi yfirburða tilþrif í öllum keppnum, virkilega flottann akstur og var alltaf í topp baráttunni og nældi sér í mörg tilþrifaverðlaun eftir sumarið og endaði tímabilið sem Íslandsmeistari og í öðru sæti á NEZ mótinu.
Þór á einnig heiður skilið fyrir áberandi þáttöku styrktaraðila sinna á keppnum og hefur á ýmsum stöðum tekst að vekja mikla athygli á torfæru og akstursíþróttum.
Einnig keppti hann í rallýkross, drulluspyrnu, sandspyrnu og burnout á árinu með góðri frammistöðu í öllum þeim greinum.