Það var nokkuð augljóst að flestir komu spenntir undan vetrinum, enda frekar langt liðið á sumarið. Miklar og góðar breytingar hafa orðið á keppnissvæði klúbbsins og var ekki annað að sjá að keppendur væru ánægðir með breytingarnar.
Í öllum flokkum var hart barist og það munaði oft ótrúlega litlu á milli manna þegar þeir þeystust yfir endalínuna. Nokkur íslandsmet voru sett þrátt fyrir mótvindinn og það þýðir að við megum búast við að sjá enn fleiri met í sumar.
Íslandsmet:
G-
Agnar Fjeldsted 10,869 @ 125,55mph
G+
Guðmundur Guðlaugsson 9,635 @ 148,28mph
B
Ragnar Á. Einarsson 8,788 @ 162,71mph
Úrslit dagsins:
| ST |
| 1. Sigurður Ólafsson |
| 2. Magnús Bergsson |
| OF |
| 1. Grétar Frankson |
| 2. Harry Þór Hólmgeirsson |
| TS |
| 1. Ingólfur Arnarsson |
| 2. Garðar Ólafsson |
| G+ |
| 1. Birgir Kristinsson |
| 2. Guðmundur Guðlaugsson |
| B |
| 1. Ragnar Á. Einarsson |
| 2. Björn Sigurbjörnsson |
| G- |
| 1. Agnar Fjeldsted |
| 2. Stefán Örn Guðmundsson |
| LS |
| 1. Kristján Finnbjörnsson |
| OS |
| 1. Daníel Guðmundsson |
Kvartmíluklúbburinn þakkar öllum fyrir góðan dag og við vonumst til að sjá sem flesta á næstu keppni sem er King of the street. Hún fer fram laugardaginnn 11 júlí. Næsta umferð íslandsmótsins fer fram 25 júlí.