Tilkynning frá keppnisráði í ralli

18.5.2015

Vegna mikillar starfsmannaeklu við keppnishald undanfarin ár hefur keppnisráð í ralli ákveðið eftirfarandi.

Keppendur (áhöfn) sem skrá sig til keppni í ralli skulu skaffa tvo starfsmenn og bíl.  Keppnishaldari greiðir bensínkostnað sem nemur 40 krónum á hvern ekinn kílómeter.  Eknir kílómetrar eru fundnir út frá tímamaster.
Geti áhöfn ekki skaffað starfsmenn greiðir hún álag á keppnisgjald, kr. 15.000.- per keppni.

Keppendur geta með sérstöku samkomulagi við keppnishaldara komið með öðrum hætti að starfrfsmannahaldi, t.d. með því að setja upp lokunarskilti eða hvað sem keppnishaldari kýs að kalla nægt framlag.

Keppnisráð vill árétta að þetta hefur verið gert áður með þeim árangri að mikil fjölgun varð í sportinu.  Ætlunin er ekki að sækja meiri tekjur heldur fleira fólk svo ekki komi til að fella þurfi niður keppni vegna starfsmannaskorts.

kv,
Baldur Haraldsson
Óskar Sólmundarson
Þórður Bragason