50 ára afmæli Torfærunnar á Íslandi Sindratorfæran á Hellu 1. og 2. maí 2015

17.4.2015

2 maí 1965 fór fram fyrsta keppni í torfæruakstri í landi Reykjahlíðar í Mosfellsdal. Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur (B.K.R) stóð fyrir keppninni og stóð Egill Gunnar Ingólfsson uppi sem sigurvegari á Willys CJ5 1964 mótel. Jóel Jóelsson garðyrkjumaður í Reykjahlíð veitti B.K.R leyfi fyrir keppninni á sinni landareign og mátti litlu muna að menn þyrftu sæta fangelsisvistar fyrir athæfið því slík keppni var með öllu bönnuð að sögn lögreglu. Þorkell Guðnason og fleiri innan B.K.R eiga heiður skilið fyrir það framlag sem við búum enn að í dag.
MT8V2015 MT8V2672

Flugbjörgunarsveitin á Hellu er ein af elstu keppnishöldurum sem enn standa fyrir keppni í torfæruakstri. Þess vegna ætlum við ásamt Torfæruklúbb Suðurlands að halda uppá 50 ára afmæli torfærunnar 1.-2. maí 2015 á akstursíþróttasvæði sveitarinnar rétt austan Hellu.

MT8V2866 MT8V3072
Föstudaginn 1. maí hefst Sindratorfæran á Hellu klukkan 13:00 og þar er um að ræða 1. umferð íslandsmótsinns í torfæru.
plakat
Eknar verða 6 brautir og öllu til tjaldað. Um 20 keppendur skráðir til leiks sem munu etja kappi í ánni og mýrinni meðal annars.
Laugardaginn 2. maí hefst keppni klukkan 13:00 og þar er um að ræða 50 ára afmælissýningu þar sem nokkrir af helstu keppendum torfærusögunnar sýna að þeir hafa engu gleymt. Heyrst hefur að menn á borð við Ragnar Skúlason, Benedikt Eyjólfsson, Haraldur Pétursson, Gísli Gunnar Jónsson, Gunnar Pálmi Pétursson, Árni Grant, Jamel Allansson, Einar Gunnlaugsson, Sigurður Þ. Jónsson, Árni Kópsson, Páll Pálsson, Bergþór Guðjónsson og fleiri og fleiri ætli að mæta og sýna að þeir hafi engu gleymt
Að henni lokinni kl. 15:00 fer fram fleytingakeppni á ánni þar sem torfærubílar, sleðar, og hjól munu etja kappi sem og reyna að slá hraðamet í vatnaakstri og fleira til
Aðgangseyrir er krónur 1500 hvorn dag eða 2500 fyrir báða dagana, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Guðbjörn Grímsson - Túrbó tröllið
Búinn hefur verið til viðburður á facebook þar sem hægt er að finna allar nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/1547450508854962/
Einnig hvetjum við áhugamenn um sportið að kíkja á hópinn Torfæruáhugamenn á facebook þar sem má finna fullt af skemmtilegum umræðum og myndum. https://www.facebook.com/groups/269155223226292/?fref=ts