Úrslit Sindratorfærunnar á Hellu 7-8 maí

9.5.2016

Um helgina fór Sindratorfæran á Hellu fram. Um 2500 manns mættu til þess að bera 26 keppendur augum. Mikið var um tilþrif og skemmtu keppendur sem og áhorfendur sér konunglega.

Dagur 1

Dagur 2
Eknar voru 12 brautir þar á meðal áin og mýrin. Keppendur komu frá ísland og noregi og stóðu þeir norsku hressilega í þeim íslensku.
Pål Blesvik ók hraðast allra á ánni, hann var mældur á 79 kmh. Sem er þó nokkuð fjarri heimsmetinu.
Snorri Þór Árnason á kórdrengnum var hlutskarpastur í Sérútbúna flokknum en aðeins 29 stigum á eftir honum kom Ólafur Bragi Jónsson á Refnum. Í 3 sæti var svo Pål Blesvik á Rodeo.
Í götubílaflokk var það Íslandsmeistarinn Ívar Guðmundsson á Kölska sem stóð uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti var það Haukur Birgisson á Þeytingi og í 3 sæti Kata B. Magnúsdóttir.
Næsta keppni er 11 Júni og verður á nákvæm staðsetning auglýst síðar.
hella-2016
Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Torfæruklúbbur Suðurlands þakka kærlega fyrir stuðninginn.
Myndir má finna hér: https://www.facebook.com/groups/269155223226292/?fref=ts
 
Stig
 
Sérútbúnir
1 Snorri Þór Árnason 3608
2 Ólafur Bragi Jónsson 3579
3 Pal Blesvik 3390
4 Guðmundur Ingi Arnarsson 3180
5 Haukur Þorvaldsson 3051
6 Tor Egil Thorland 2897
7 Guðni Grímsson 2870
8 Þór Þormar Pálsson 2378
9 Svanur Örn Tómasson 2361
10 Bjarki Reynisson 2293
11 Elmar Jón Guðmundsson 2257
12 Alexander Már Steinarsson 2250
13 Stefán Bjarnhéðinsson 1991
14 Daníel Gunnar Ingimundarson 1963
15 Kristmundur Dagsson 1850
16 Haukur Einarsson 1669
17 Gestur Jón Ingólfsson 1642
18 Geir Evert Grímsson 1502
19 Atli Jamil Allansson 1460
20 Aron Ingi Svansson 1230
21 Ingólfur Guðvarðarson 960
22 Benedikt Helgi Sigfússon 0
Götubílar
1 Ívar Guðmundsson 1300
2 Haukur Birgisson 777
3 Kata G Magnúsdóttir 705
4 Eðvald Orri Guðmundsson 640
 
kv. Kári Rafn Þorbergsson
Fjölmiðlarfulltrúi
s. 8490511
karinnehf@hotmail.com