Umsóknir

Til þess að mega halda akstursíþróttakeppni þarf keppnishaldari, sem er aðili að Akstursíþróttasambandinu að sækja um leyfi til samræmis við það sem stendur í reglugerð um akstursíþróttir svo og verklagsreglum Ríkislögreglustjórans. Samkvæmt þeim verður að fá svokallaða umsögn Akstursíþróttasambands Íslands til að mega halda keppni.

Þá verða allir þeir einstaklingar sem keppa í akstursíþróttum sem falla undir skilgreiningar FIA að vera með gilt keppnisskírteini AKÍS.

Allir sem sækja um alþjóðleg keppnisskírteini þurfa að skila inn læknisvottorði sem hægt er að nálgast hér að neðan.

Hér er hægt að sækja um:

Auk þess er hér að finna Verðlista Akstursíþróttasambands Íslands.