Torfæra á Egilsstöðum 2013

1.7.2013

Start á Egilsstöðum hélt 3.umferð íslandsmótsins í torfæru á laugardaginn var. 19 ökurmenn voru mættir til leiks, 14 í sérútbúnaflokki og 5 í götubílaflokki.

Keppnin var tilþrifamikil sem fyrr þegar keppt er á Egilsstöðum.

Brautirnar voru krefjandi og langar og endað á tímabraut með drullupolli.

Það var heimamaðurinn Ólafur Bragi Jónsson á Refnum sem sigraði í
sérútbúna flokknum eftir harða baráttu við Snorra Þór Árnason á Kórdrengnum og Þór Þormar Pálsson á Heimasætunni.

Þór Þormar nældi sér í tilþrifaveðlunin í þessari keppni eftir að vera sá eini til að klára fimmtu brautina. Ingólfur Guðvarðarson á Guttinn Reborn var í veltugírnum í þessari keppni en hann velti í fjórum brautum af sex sem voru í keppninni.

Í götubílaflokki var það Jón Vilberg Gunnarsson á Snáðanum sem sigraði en hann hefur sigrað í öllum keppnunum á þessu ári og tryggði sér íslandsmeistara titillinn annað árið í röð með þessum sigri.

Í öðru sæti var Eðvald Orri Guðmundsson á Silver Power en hann er að keppa í sinni þriðju keppni.

Í þriðja sæti lendi Steingrímur Bjarnason á Strumpnum en hann velti illa og skemmdi veltibúr og þurfti að hætta keppni eftir fjórðu braut en náði engu að síður 3 sæti og tilþrifaveðlaun fyrir flottan akstur í þriðju braut.

Síðasta umferð íslandsmótsins fer fram á Akureyri 17.ágúst 2013

Klippa frá keppninni

kveðja
Jakob Cecil Hafsteinsson

Úrslit
Sérútbúnir
1 1320 Ólafur Bragi Jónsson Refurinn
2 1226,8 Snorri Þór Árnason Kórdrengurinn
3 1151,2 Þór Þormar Pálsson Heimasætan
4 1098,4 Bjarki Reynisson Dýrið
5 800 Guðbjörn Grímsson Túrbó Tröllið
6 735 Ingólfur Guðvarðarson Guttinn Rebourn
7 697,3 Hlynur Sigbjörnsson Tímaur
8 610 Magnús Sigurðsson Kubbur
9 530 Ásgeir Björn Benediktsson Hlunkurinn
10 485 Benedikt H. Sigfússon Hlunkurinn
11 420 Gestur J. Ingólfsson Draumurinn
12 360 Helgi Gunnarsson Gæran
13 330 Ragnar Svansson Lukku Láki
14 190 Guðlaugur Sindri Helgason Galdragulur
Götubílar
1 1250 Jón Vilberg Gunnarsson Snáðinn
2 886 Eðvald Orri Guðmundsson Silver Power
3 780 Steingrímur Bjarnason Strumpurinn
4 560 Ívar Guðmundsson Kölski
5 450 Sveinbjörn Reynisson Plánetan