Þolaksturskeppni KK fer fram sunnudaginn 26. ágúst 2018 kl. 13:00 á Kvartmílubrautinni.
Tuttugu bílar keppa við klukkuna og hvern annan á sérbyggðri keppnisbraut í Kapelluhrauni og stendur keppnin í 3 klukkustundir samfellt.
Sá vinnur keppnina sem ekur flesta hringi á þeim tíma.
Keppendur taka þrjú 10 mínútna aksturshlé.
Að auki er þeim frjálst að aka í pitt hvenær sem þurfa þykir. Heimilt er að setja eldsneyti á ökutæki í pittstoppi en ekki aksturshléi.
Dekkjaskipti eru ekki leyfð.
Keppnislýsing-fyrir-þolakstur-2018