Loka umferð íslandsmótsins í kvartmílu 2014 og King of the street

19.9.2014

Á morgun laugardaginn 20. september munu fara fram 2 keppnir á kvartmílubrautinni.
3 umferð íslandsmótsins í kvartmílu og king of the street.

mynd1 mynd2

Samtals eru 44 tæki skráð til leiks í þessum 2 mótum og það stefnir í hörku keppnir.
Enn eru nokkrir íslandsmestara titlar á lausu og við sjáum fram á hörku keppni um hver tekur þá.

Tímatökur fyrir báðar keppnirnar hefjast kl 11:30.
Keppni í íslandsmótinu hefst svo kl 13:15 og í king of the street mun keppnin hefjast um klukkustund síðar eða um 14:15

Til gamans má geta að það eru 6 tæki skráð í OF flokk, sem er flokkur fyrir öflugustu tækin sem keppa á brautinni.

Miðaverð er aðeins 1000kr og frítt fyrir 12 ára og yngri

Mynd er frá B&B Kristinsson