Ljómarallý í Skagafirði um helgina.

22.7.2022

Bílaklúbbur Skagafjarðar heldur Ljómarallý um helgina. Keppnisskoðun verður í dag 22. júlí kl 18:00 við vélaval í Varmahlíð. Á morgun laugardag verður svo ræsing kl 08:00 við Vélaval í Varmahlíð. Áhafnir aka svo Mælifellsdal tvisvar og Austur dal einnig tvisvar en seinni ferðin er svokölluð Ofurleið.

Ein af keppendum helgarinnar og heimakona Katrín María Andrésdóttir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun í skemmtilegu viðtali um komandi keppni.