Kynningarfundir: Reglubók AKÍS

12.6.2020

Í framhaldi af Íslenskri þýðingu á regluverki FIA sem lokið var í vetur hefur verið ákveðið að halda kynningarfundi um áhrifin sem þetta hefur á keppnishaldið.

Haldnir verða tveir kynningarfundir í fundarsal E hjá ÍSÍ Engjavegi 6.

  • Keppnisstjórar og dómnefnd - Þriðjudaginn 23. júní kl 19:30 
  • Keppendur - Fimmtudaginn 25. júní kl 19:30 

Farið verður yfir helstu breytingar sem orðið hafa á regluverkinu og framkvæmdinni.

Mikilvægt að sem flestir mæti til að samhæfa vinnubrögð.