Ísorku eRally Iceland 2021 - úrslit
FIA Electric and New Energy Championship
E-Rally Regularity Cup
Gunnlaugur Steinar Guðmundsson og Patrekur Atli Njálsson sigruðu eRally Iceland 2021 sem fram fór í Reykjavík og nágrenni dagan 9.-10. júlí. Í öðru sæti urðu Didier Malga og Anne-Valerie Bonnel frá Frakklandi og í þriðja sæti urðu Hákon Darri Jökulsson og Hinrik Haraldsson. Keppnin byggist á því að keyra fyrirfram ákveðnar sérleiðir í umferð á gefnum hraða skv. leiðarbók. Nákvæmni ökumanna er mæld á völdum stöðum með um kílómetra millibili og öll frávik gefa refsistig. Orkunotkun er mæld og nýting hennar mæld sem hlutfall af uppgefnum WTLP stuðli frá hverjum framleiðanda.