FIA námskeið fyrir stjórnendur í rallykeppnum!

28.12.2020

Námskeið FIA fyrir Rally stjórnendur 2021 verður haldið 15. janúar.

Skráning er opin til 14. janúar 2021 klukkan 8:00 og er aðgengileg með því að smella á þennan hlekk: https://eu.eventscloud.com/21row

Efni

  • Upplýsingar um FIA Rally verkefni
  • Nýjungar í ISC (Reglubókin) og RRSR (Svæðisreglur í rally)
  • Upplýsingar um Rally öryggi
  • Hlutverk og skyldur brautarstjóra og dómnefndaratvik

FIA býður alla velkomna, reynda stjórnendur keppna og þá sem hafa áhuga á Rally og vilja starfa við Rallykeppnir. Nú er tækifæri til að læra meira og frítt að taka þátt.