BÍÓ - Rally í 40 ár!

11.12.2016

Heimildarmynd um 40 ára sögu rallsins á Íslandi var frumsýnd í Bíó Paradís laugardaginn 10. desember 2016. Bragi Þórðarson á mikinn heiður skilið fyrir frábært framtak og óskar AKÍS honum til hamingju með myndina.

Í myndinni er rakin sagan frá fyrsta rally sem haldið var 1975, þar sem ekki mátti fara yfir leyfilegan hámarkshraða! Rætt er við þjóðþekkta íslandsmeistara og rallykappa frá ýmsum tíma, sigra þeirra og sorgir. Blandað saman við frábær myndskeið og blaðaklippur frá gamla tímanum og útkoman er vel þess virði að bera augum.

Að sögn Braga verður myndin gefin út á DVD diski og mögulega verður útbúin styttri útgáfa fyrir sjónvarp.

Við bíðum spennt!