Sérvalið keppnisnúmer

Keppandi í grein innan Akstursíþróttasambands Íslands getur fengið úthlutað sérvöldu keppnisnúmeri gegn greiðslu.

Eftir að keppandi fær úthlutað sérvöldu keppnisnúmeri heldur hann afnotarétti af númerinu í þeirri keppnisgrein með því skilyrði að hann sé búinn að ganga frá greiðslu fyrir 1. apríl ár hvert. Eftir það fellur forkaupsréttur keppanda úr gildi og geta aðrir þá sótt um það númer.

Sækja þarf um og greiða fyrir númer í hverri keppnisgrein fyrir sig.

Til að sækja um keppnisnúmer leggur þú inn á reikning Akstursíþróttasambands Íslands (Kennitala: 530782-0189 Reikningur: 324-26-192) samkvæmt verðskrá. Síðan sendir þú tölvupóst á akis@akis.is með upplýsingum um keppanda ásamt óskum um sérvalið keppnisnúmer.

Númerin sem eru í boði eru frá 50-9999 (*)

(*) Að því gefu að það passi við flokkunarkerfi viðkomandi keppnisgreinar.

Athugið að Akstursíþróttasamband Íslands sér ekki um prentun keppnisnúmera.

Verð fyrir sérvalin keppnisnúmer eru samkvæmt gjaldskrá Akstursíþróttasambands Íslands.