Um AKÍS

Akstursíþróttasamband Íslands

Saga akstursíþrótta á Íslandi nær aftur til þess tíma er fyrsta torfæran var haldin 1965. Bílaklúbbur Akureyrar var síðan stofnaður 1974 og ári síðar var Kvartmíluklúbbur stofnaður. Árið 1975 var fyrsta rallkeppnin haldin af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda,  FÍB.  Árið 1977 var Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stofnaður.

Þann 1. september 1978 var Landssamband íslenskra akstursfélaga, LÍA, stofnað.  Með samþykki og stuðningi FÍB þá samþykkti Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, þann 1. október 1992 að LÍA færi með málefni akstursíþrótta á Íslandi.

Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA var sett á laggirnar á vormánuðum árið 2008 eftir að samkomulag Bílaklúbbs Akureyrar, Landsambands Íslenskra Akstursfélaga, Kvartmíluklúbbsins, Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur og Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar var undirritað þann 4. maí sama ár. Markmið nefndarinnar var að koma á fót sérsambandi innan ÍSÍ sem mundi sjá um sameiginlega yfirstjórn yfir akstursíþróttum á Íslandi undir merkjum ÍSÍ og FIA.

Stofnþing Akstursíþróttasamband Íslands var haldið 20. Desember árið 2012. Þar var kosin stjórn sambandsins og samþykkt lög þess.

 

Alþjóðasamstarf

AKÍS er fullgildur aðili að FIA, sem er alþjóðlega akstursíþróttasambandið.  Sem fullgildur aðili að FIA hefur AKÍS lagt mikla áherslu á öflugt alþjóðlegt samstarf og sérstaklega með samvinnu innan FIA/NEZ sem eru akstursíþróttasambönd innan svæðis Norður Evrópu.

Aðildin opnar möguleika fyrir íslenska akstursíþróttamenn að sækja keppnir erlendis og við getum líka haldið alþjóðlegar keppnir á Íslandi.

 

Kennitala: 530782-0189
Reikningur: 324-26-192

Aðildarfélög

AÍFS Akstursíþróttafélag Suðurnesja http://aifs.is/
AÍH Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar http://www.facebook.com/aihsport/
BA Bílaklúbbur Akureyrar http://ba.is/
BÍKR Bífreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur http://bikr.is/
BS Bílaklúbbur Skagafjarðar http://www.bks.is/
KK Kvartmíluklúbburinn http://www.kvartmila.is/
Start Akstursíþróttafélagið Start
Stimpill Stimpill Akstursíþróttafélag http://piston.is/
TKS Torfæruklúbbur Suðurlands Torfæruklúbbur Suðurlands á Facebook

Logo AKÍS (200px):

logo-akis-2016-200

Logo AKÍS (1000px):

logo-akis-2016-hreint