Reykingar á keppnissvæðum

9.6.2016

Eins og á öðrum íþróttaviðburðum eru reykingar bannaðar á akstursíþróttasvæðum meðan keppni fer fram.

Mikil eldhætta er af reykingum og sérstök hætta þar sem eldfimir vökvar eru notaðir.

Hafið í huga að akstursíþróttir eru fjölskylduvænir viðburðir og börn og asmasjúklingar eru viðkvæm fyrir óbeinum reykingum.

Njótið akstursíþrótta og sýnið gott fordæmi.

Sérstakt reyksvæði verður skilgreint þar sem talin er þörf á því.

rect3278

Hér er skrá til útprentunar á PDF formi.